SaganArgentína steikhús býður þig innilega velkominn í hlýleg húsakynni okkar að Barónsstíg 11 A í hjarta Reykjavíkur. Það er einlæg ósk okkar hjá Argentínu steikhúsi að þú njótir þeirra fjölbreyttu veitinga sem við höfum á boðstólum. Argentínumenn hafa langa hefð í glóðarsteikingu enda er hvergi í veröldinni glóðað af meiri elju en einmitt þar. Allir kjöt- og fiskréttir Argentínu steikhúss eru glóðasteikir yfir viðarkolum á argentínska vísu og af því er nafn steikhússins dregið. Á Argentínu steikhúsi leggjum við höfuðþungann á að veita persónulega og þægilega þjónustu. Við hlökkum til að þjóna þér til borðs og bjóða þér að njóta þeirra veitinga sem hafa borið hróður okkar svo víða
|